Um síðuna.

Vefurinn Úrslit.net var opnaður í mars 2012 af tveimur bræðrum úr Hafnarfirði. Hugmyndin með opnun Úrslit.net var sú að koma úrslitum íþróttaviðburða á framfæri á sem einfaldasta hátt fyrir íþróttaáhugafólk á Íslandi. Stofnendum síðunnar fannst vanta íslenska úrslitaveitu sem sérhæfði sig í því að koma úrslitum úr kappleikjum á netið á sem skemmstum tíma.

Vinnan við gerð síðunnar hófst undir lok árs 2011 og var síðan opnuð eins og fyrr segir 1. mars 2012. Viðbrögðin hafa verið góð frá fyrsta degi og hefur aðsóknin á síðuna hefur aukist með hverjum deginum. Hún var til að mynda framar björtustu vonum fyrsta árið.

Eigendur síðunnar eru bræðurnir Arnar Daði Arnarsson og Ragnar Miguel Herreros. Hönnun á lógó síðunnar var í höndum Ólafíu Bjargar Másdóttur. Einnig viljum við þakka Tómasi Hanssyni fyrir ýmis sérverkefni.

Við höfum miklar væntingar um að þessi síða spjari sig á næstu árum . Við ætlum að halda áfram að bæta inn nýjungum á síðuna þó svo að markmiðið verði alltaf það sama: Einföld síða fyrir alla sem kemur úrslitunum til skila.

Við síðuna starfa yfir 20 starfsmenn við ýmis störf. Úrslit.net treystir á stórt og öflugt tengslanet sem teygir sig um allt land og eiga þeir einstaklingar sem því tilheyra þakkir skyldar fyrir framlag sitt því án þeirra væri ekki hægt að halda síðu sem þessari úti.

Ef það er eitthvað þá eru allar ábendingar vel þegnar á netfangið urslit(hjá)urslit.net.

Úrslit.net